Snarpur jarðskálfti

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesi klukkan 1:52 í nótt og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er skjálftinn enn óyfirfarinn, en líklegast var hann um 3,8 að stærð. Skjálftinn átti upptök sín 2,1 km norðvestur af Keili, en talsverð virkni hefur verið á svæðinu síðustu daga. T.a.m. mældist skjálfti að stærð 3,5 á svæðinu skömmu eftir klukkan 11 á miðvikudagsmorgun. 

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir ekki liggja fyrir hve víða skjálftinn fannst. Veðurstofunni hafi borist fjölmargar ábendingar vegna skjálftans og verið sé að vinna úr þeim.

Uppfært kl. 6.15:

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því um hálfþrjúleytið í nótt að skjálftinn hafi mælst 3,7 að stærð um 0,8 km suðvestur af Keili. Hann fannst á Suðvesturlandi og í Borgarnesi.

Síðasta sólarhring hafa um 700 jarðskjálftar mælst á sama svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka