Það birtist í alvörunni englakór

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:01
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:01
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Segja má að Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir sé kona með fortíð, enda hef­ur hún feng­ist við ým­is­legt um dag­ana þó hún sé þekkt­ust í dag sem marg­verðlaunaður barna­bóka­höf­und­ur. Hún byrjaði bráðung að teikna, fór á fyrsta mynd­list­ar­nám­skeiðið fimm ára göm­ul og átta ára var hún ákveðin í því að verða teikn­ari og vinna fyr­ir Disney, en seg­ir að marg­ir hafi sagt við sig að það væri ekki bein­lín­is vinna að vera teikn­ari.

Bergrún fór síðan á fé­lags­fræðabraut í Kvenna­skól­an­um, en skipti fljót­lega á mynd­list­ar­braut í Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ. „Ég átti svona stund í sögu­tíma í Kvennó. Við vor­um bara í venju­legri sögu, en kenn­ar­inn ákvað að taka einn tíma í lista­sögu og það birt­ist í al­vör­unni bara engla­kór­inn og allt opnaðist fyr­ir mér. ég sver það, þetta var eins og í bíó­mynd, og ég labbaði bara lóðbeint inn á skrif­stofu til náms­ráðgjafa og sagði: Ég þarf að skipta um skóla, ég verð að kom­ast í eitt­hvað sem nær­ir mig.“

Að loknu námi í FG fór Bergrún svo í list­fræði og tók bók­mennta­fræði sem auka­grein. Í fram­haldi af því, svo fer hún í Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík í al­veg splunku­nýtt nám sem var þá í gangi, diplóma­nám í teikn­ingu sem hentaði mér rosa­lega vel af því mig langaði svo til að verða teikn­ari, iðnaðarmaður í því að teikna.“

Áður en hún varð at­vinnumaður í teikn­ingu tók sér ým­is­legt fyr­ir hend­ur, var til að mynda um tíma með sjón­varpsþætt­ina Inn­lit út­lit á Skjá ein­um með Sesselju Thor­berg, þar sem Bergrún vann meðal ann­ars ýmis fönd­ur­verk­efni í bíl­skúr föður síns, og tók einnig að sér að skreyta barna­her­bergi, starfaði sem blaðakona og hélt úti hönn­un­ar­bloggi. Með tím­an­um fór hún að mynd­lýsa bæk­ur, hef­ur mynd­lýst á sjötta tug bóka eft­ir ýmsa höf­unda, stór­an hluta af því náms­bæk­ur, og fljót­lega fór hún að skrifa eig­in bæk­ur, nú síðast Kenn­ar­inn sem kveikti í, sem tyllti sér í efsta sætið á met­sölu­list­um fyr­ir stuttu.

Hægt er að horfa á viðtal við Bergrúnu í Dag­máli Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert