Twitter-notendur virðast margir hverjir ekki vera sáttir með yfirlýsingu Arons Einars Gunnarssonar. Í yfirlýsingu hans kemur fram að hann kannist ekki við slúðursögur um atvik sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010.
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem steig fram í máli Kolbeins Sigurþórssonar, segir Aron Einar ekki kunna að taka ábyrgð.
Enn ein fokking yfirlýsingin ég get svarið það I am about to lose my shit. Og nei vinur þú kannt mjög augljóslega ekki að axla ábyrgð.
— Þórhildur Gyða (@torii_96) September 30, 2021
Ég trúi þolanda og ég stend með henni alla leið❤️❤️❤️
Tinna Haraldsdóttir deilir skjáskoti af texta sem meintur brotaþola á að hafa skrifað. Í honum kemur fram að tveir karlmenn hafi nauðgað henni á hótelherbergi þeirra í Kaupmannahöfn árið 2010 og að henni hafi verið ráðlagt að kæra ekki.
Frásögn þolanda um alvarlegt kynferðisbrot árið 2010.
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) September 30, 2021
Af hverju kærði hún ekki? Henni var ítrekað ráðlagt að gera það ekki. Af lögreglu og lögfræðingum. pic.twitter.com/CBpWJ6T60b
Ég trúi frásögn konu um alvarlegt kynferðisofbeldi í Kaupmannahöfn 2010. Ég trúi að nöfn sem hafa komið fram í tengslum við það séu sönn. Ég trúi að hún hafi ekki kært af því að henni var ítrekað sagt að það yrði erfitt mál þar sem gerendur væru þekktir í þjóðfélaginu.
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) September 30, 2021
Djöfull er ógeðsleg framkoma og vanvirðing að senda út þessa fréttatilkynningu til að fá meginþorra þjóðarinnar á bakvið sig!
— Pétur Elvar (@PeturElvar) September 30, 2021
Gæjinn ætlar greinilega ekki að taka ábyrgð á einu né neinu. Bara þægilegt spjall við lögguna til að geta fengið skráð hann sé saklaus skv sjálfum sér
Afsakið! óljósum orðrómi????
— Edda Falak (@eddafalak) September 30, 2021