207 tilkynningar höfðu á þriðjudag borist Lyfjastofnun vegna gruns um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu gegn Covid-19.
Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar.
Flestar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnis Pfizer, eða 93 talsins.
- 23 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Fjögur andlát vörðuðu eldri* einstaklinga, þrír þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling á aldursbilinu 60-64 ára með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
- 47 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af níu lífshættulegt ástand).
- 16 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar**.
- Fjórar tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
- Þrjár tilkynningar varða fósturmiska.
Spikevax (Moderna):
29 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
- Ein tilkynning varðar andlát aldraðs** einstaklings, með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
- 22 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
- Ein tilkynning varðar lífshættulegt ástand þar sem ekki kom til sjúkrahúsvistar.
- Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg****.
- Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
- Þrjár tilkynningar varða fósturmiska.
Vaxzevria (AstraZeneca):
72 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
- Sex tilkynningar varða andlát; þrjú andlát varðar eldri*** einstaklinga, tveir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Þrjár tilkynningar varða andlát einstaklinga á aldursbilinu 60-64 ára; Einn þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
- 53 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 19 lífshættulegt ástand).
- Tíu tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
- Tvær tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
- Ein tilkynning varðar fósturmiska.
Janssen:
13 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
- Ein tilkynning varðar andlát eldri*** einstaklings
- Níu tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
- Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg****.
- Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
- Ein tilkynning varðar fósturmiska.
„Þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki hægt að segja til um hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum fer eftir ferlum hefðbundins lyfjagátarkerfis Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun óskar eftir nánari upplýsingum um tilkynnt tilvik þegar slíkar upplýsingar eru taldar geta varpað betra ljósi á tilvikin,” segir í tilkynningu Lyfjastofnunar.