Bleika slaufan hafin og stendur út október

Frá setningu Bleiku slaufunnar í Háskólabíói í gær.
Frá setningu Bleiku slaufunnar í Háskólabíói í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag hefst árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „VERUM TIL“.

Áhersla átaksins í ár er að „vera til“. Að lifa lífinu og vera til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega.

Í ár er Bleika slaufan hönnuð af Hlín Reykdal skartgripahönnuði og er hún fáanleg fyrir 2.900 krónur á bleikaslaufan.is. Allur ágóði rennur þá til Krabbameinsfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert