Engin kvika komið upp úr gígnum í tvær vikur

Hraunflæði úr gígnum hefur ekkert verið, sennilega frá og með …
Hraunflæði úr gígnum hefur ekkert verið, sennilega frá og með kvöldi 18. september. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mælingar á rúmmáli hraunsins í Geldingadölum sýna að hraunflæði úr gígnum hefur ekkert verið, sennilega frá og með kvöldi 18. september. Þær staðfesta því að gosið hefur legið alveg niðri.

Mæling var gerð í gær samkvæmt tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands og er hraunið nú 150 milljónir rúmmetrar og flatarmálið 4,85 ferkílómetrar.

Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu tólf daga numið að meðaltali einn rúmmetri á sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka