Fátt um svör frá Sigurði Inga eftir fundinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum …
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fátt var um svör frá Sigurði Inga Jóhannssona, formanns Framsóknarflokksins, að loknum fundi formannana þriggja sem fór fram í Ráðherrabústaðnum í dag, þar sem mögu­legt stjórn­ar­sam­starf flokkanna var rætt.

Óljóst er hvaða ráðuneyti Sigurður Ingi sækist eftir en skipting ráðuneytanna var ekki til umræðu á fundinum í dag, að hans sögn.

„Við erum bara fyrst og fremst ennþá að skoða stóru myndina og ræða hvernig við gætum náð því best fram með hugsanlegri uppstokkun á kerfinu, þ.á.m. ráðuneytum og stofnunum,“ sagði Sigurður Ingi.

Þá var hann ekki tilbúinn að svara því til hvaða sætis hann væri að horfa á fyrir sjálfan sig.

„Það kemur bara í ljós þegar við ljúkum þessu samtali og verðum komin með það á hreint hvernig skipting verður á milli flokka og slíkt.“

Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvenær yfirstandandi viðræðum muni ljúka. Mikilvægt sé þó að vanda til verkanna.

„Ég get ekki alveg farið í það. Við ætlum að klára þessar óformlegu viðræður þar sem við erum að mynda stjórn til fjögurra ára og það skiptir máli að vanda sig í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert