Skjálftarnir gætu aukið jarðhitavirkni

Jarðskjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga.
Jarðskjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Elísa­bet Pálma­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, segir að jarðskjálftarnir síðustu daga geti skýrt reyk sem leggi frá jörðinni nærri Keili. Einar Sverrisson deildi á Facebook-síðu sinni myndbandi af reyknum norðaustur af Keili.

„Þetta er þekkt hitasvæði. Það getur vel verið að jarðskjálftarnir séu eitthvað að hreyfa við svæðinu og þá getur jarðhitavirkni aukist,“ segir Elísabet og bætir við að álíka reykur sé þekktur á þessu svæði.

„Það er ekki óalgengt að það reyki þarna úr jörðinni. Það er náttúrulega mikið hitasvæði á Reykjanesskaganum öllum.“

Elísabet segir að það sé frekar rólegt í jörðinni miðað við virknina síðustu daga. „Það er enginn órói eða neitt svoleiðis, þetta er ekki eitthvað sem við ættum að hafa áhyggjur af.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert