Landspítali undirbýr að taka við greiningu leghálssýna

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Hvidovre-sjúkra­húsið í Dan­mörku hefur hefur sagt upp samningi um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í sam­tali við mbl.is að undirbúningur Landspítala að því að taka við rannsóknunum standi yfir.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Óskar segir að Hvidovre sé reiðubúið til að framlengja samninginn ef Landspítalinn er ekki tilbúinn til að taka við vinnunni strax.

„Spítalinn sér um að meta það, hvort að þeir þurfi lengri tíma,“ segir Óskar og bætir við að enn sé óvíst hvort framlengja þurfi samningnum við Hvidovre.

„Við hjá heilsugæslunni eigum núna fund með Landspítala á þriðjudaginn, en þetta er allt í vinnslu,“ segir Óskar og bætir við að um leið og spítalinn gefi grænt ljós verði tilfærslan ekkert mál fyrir heilsugæsluna.

Óskar segir að greining sýna gangi mjög vel núna og það sé lítil bið, um fjórar til fimm vikur. „Núna er allt í góðum gír, aðalmálið er að færa greininguna síðan yfir í rólegheitunum þannig að það sé gert af öryggi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert