Frekari rýmingar í Kinn

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Sex bæir til viðbótar verða rýmdir í kinn vegna mikilla rigninga og hættu á skriðuföllum á Norðurlandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Veðurspár gera ráð fyrir að úrkoma eigi eftir að aukast í kvöld. „Af þeim sökum var um klukkan 20 í kvöld tekin ákvörðun um að rýma sex bæi til viðbótar en þeir standa sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir og tilheyra Kinn. Búið er að hafa samband við íbúana og hafa þeir yfirgefið rýmingarstaðina,“ segir í tilkynningunni. 

Þá hefur Vegagerðin tekið ákvörðun um að loka veginum um Kinn frá Gvendarstöðum að sunnan og vestan við afleggjarann að Vaði.
Stöðufundur vegna frekari skriðuhættu verður haldinn um hádegisbil á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert