Rýming stendur enn yfir

Sex bæir hafa verið rýmdir og hættustig í gildi.
Sex bæir hafa verið rýmdir og hættustig í gildi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Rýming stendur enn yfir í Útkinn vegna þeirra miklu skriðuhættu á svæðinu eftir úrkomu síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra á facebooksíðu þeirra.

Þar segir að ákveðið hafi verið á stöðufundi með Veðurstofu Íslands að rýming standi enn yfir og verði þar til staðan verður tekin aftur á hádegi á morgun.

Bærinn Nípá hefur nú verið rýmdur en fimm bæir voru rýmdir í nótt. Margar aurskriður hafa fallið á svæðinu og hættustig í gildi. Björgunarsveitir hafa aðstoðað bændur til að komast til mjalta í dag, að því er segir í tilkynningunni.

Ekki sést síðan á 18. öld

Óliver Hilmarsson, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skriður hafi byrjað að falla á svæðinu síðdegis í gær. „Síðan hefur örugglega fallið áfram þarna í nótt. Það er bara mikið af skriðum þarna á þessu svæði.“ Dregið hafi úr úrkomu í dag en svo taki aftur að rigna eftir kvöldmatarleytið og fram til miðnættis. Þó hafi enn fallið skriður á svæðinu í dag.

Óliver Hilmarsson, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við …
Óliver Hilmarsson, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skriður hafi byrjað að falla á svæðinu síðdegis í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Spurður hvort skriður sem þessar séu að færast í aukana segir Óliver það tvírætt. „Þetta er þekkt skriðusvæði en það þarf að fara aftur í fyrri aldir til þess að finna eitthvað sambærilegt þessum.“ Það þyrfti líklegast að leita aftur til 18. aldar til þess að finna eitthvað í líkingu við þetta. „Mögulega eru svona atburðir að verða tíðari með loftslagsbreytingum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert