Aflétta ekki rýmingum í Þingeyjarsveit

Ekki er útlit fyrir áframhaldandi ofsaúrkomu en að búist er …
Ekki er útlit fyrir áframhaldandi ofsaúrkomu en að búist er við dágóðri úrkomu núna fram eftir kvöldi og til miðnættis. Hafþór Hreiðarsson

Rýmingum verður ekki aflétt í Út-Kinn í Þingeyjarsveit í kvöld og í nótt. Ákvörðunin var tekin eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðinga.

Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands hafa verið á svæðinu í dag og mælt og tekið út svæðið, að sögn Elínar Jónsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir ákvörðunina koma til þar sem á að bæta í úrkomu fram eftir kvöldi.

Elín segir að ekki sé útlit fyrir áframhaldandi ofsaúrkomu en búist sé við dágóðri úrkomu núna fram eftir kvöldi og til miðnættis.

Hún seg­ir spána gera ráð fyr­ir kóln­andi veðri á morg­un og úr­kom­an því lík­lega í formi snjó­komu eða slyddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert