Ákvörðun tekin um rýmingar klukkan sex

Vatnið þarf að gufa upp eða renna í grunnvatn eigi …
Vatnið þarf að gufa upp eða renna í grunnvatn eigi skriðuhættan að minnka. Hafþór Hreiðarsson

Ákvörðun um rýmingar í Útkinn í kvöld og nótt verður tekin nú milli fimm og sex í dag. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands hafa verið á svæðinu í dag og mælt og tekið út svæðið. Þetta segir Elín Jónsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Þessi tímasetning á ákvörðuninni kemur til þar sem á að aukast í úrkomu núna klukkan þrjú og fram eftir kvöldi. Við þurfum bara að sjá hvernig það skilar sér,“ segir Elín.

Hún segir ofanflóðavaktina vera að taka út stöðuna fyrir norðan og segir Elín sjáanlegan mun á lækjum og ám í dag samanborið við gærdaginn.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Ljósmynd/Almannavarnir

Úrkoman ætti að minnka

Spurð hvort útlit sé fyrir áframhaldandi ofsaúrkomu segir hún: „Nei það er alls ekki þannig. Það er búist við dágóðri úrkomu núna fram eftir kvöldi og til miðnættis. Um það bil 30 mm úrkoma, sem venjulega telst ekkert stórkostlegt en vegna úrkomunnar síðustu daga þá veldur þetta vandræðum nú.“

Hún segir spánna gera ráð fyrir kólnandi veðri á morgun og úrkoman því líklega í formi snjókomu eða slyddu.

Elín segir nokkuð einfalt mál hvað þurfi að gerast til þess að skriðuhættan minnki. „Vatnið þarf í raun og veru að gufa upp eða að minnsta kosti fara. Trítla þá niður í grunnvatn. En þetta gerist samt ótrúlega hratt um leið og úrkoman hættir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert