Getur stuðlað að styttri biðlistum

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) telja sér ekki fært að afhenda samning við Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) um framleiðslutengda fjármögnun hluta starfsemi spítalans á þessu stigi. Ástæðan er sú að viðræður standa yfir við Sjúkrahúsið á Akureyri og taka þær mið af samningnum við Landspítala.

Þetta kom fram í skriflegu svari Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, við spurningum Morgunblaðsins.

Framleiðslutengd fjármögnun

María, fyrir hönd SÍ, og Páll Matthíasson, forstjóri LSH, undirrituðu samning um framleiðslutengda fjármögnun hluta starfsemi spítalans 23. september sl. Páll fjallaði um samninginn í forstjórapistli sínum daginn eftir og vísaði þar í frétt af undirritun samnings um svipað efni 2016.

María sagði að eins og fram hefði komið hefði undirbúningur að innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun staðið í nokkurn tíma. „Þjónustutengd fjármögnun er þekkt víða um heim og hefur verið innleidd í flestum Evrópuríkjum. Norðurlandaþjóðir hafa um árabil unnið saman að þróun DRG-flokkunarkerfis, NordDRG, sem Landspítali hefur notað við starfsemis- og kostnaðargreiningu innan spítalans,“ sagði María í svari sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert