Hættustig í gildi og rýmingu ekki aflétt

Stöðufundur verður haldinn í lok dags með sérfræðingum Veðurstofunnar.
Stöðufundur verður haldinn í lok dags með sérfræðingum Veðurstofunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Rýmingu í Kinn og Útkinn hefur enn ekki verið aflétt en í nótt féllu skriður í Útkinn og er hættustig í gildi á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þá boðar spáin úrkomu í dag og til miðnættis og er vegurinn um Kinn enn lokaður. Stöðufundur verður haldinn í lok dags með sérfræðingum Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert