Misvísandi og ótímabær umræða um niðurskurð

Ekki eru allir á sama máli um hvernig eigi að …
Ekki eru allir á sama máli um hvernig eigi að takast á við riðu sem greinist í Húna- og Skagahólfi Sigurður Bogi Sævarsson

Bændasamtök Íslands og formenn félaga sauðfjárbænda í Húna- og Skagahólfi telja tillögu Halldórs Runólfssonar fyrrverandi yfirdýralæknis þess efnis að leggjast í allsherjarniðurskurð og hreinsun á sauðfé í hólfinu, ótímabæra og misvísandi.

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum, segir í samtali við mbl.is, „okkar afstaða er í rauninni sú að menn nái aðeins utan um stöðuna og fari ekki að tala um aðgerðir fyrr en þangað er komið.“

Ótímabært að ræða um niðurskurð

Bændasamtökin auk formanna félaga sauðfjárbænda í umræddu hólfi sendu frá sér fréttatilkynningu þann 25. september síðastliðin og birtist hún á heimasíðu samtakanna. Yfirskrift tilkynningarinnar er „Tölum af ábyrgð um baráttuna við riðuna“ og má bersýnilega sjá andstöðu við tillögu Halldórs þar.

Í tilkynningunni segir meðal annars, „öll umræða um niðurskurð er á þessu stigi ótímabær og til þess fallin að valda mikilli óvissu og tortryggni“. Unnsteinn tekur þá í sama streng. „Við viljum bara kleggja áherslu á að taka sýni og greina útbreiðslu á svæðinu, enda er það mjög stórt.“

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum.
Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum. mbl.is/aðsent

Verulega stórt hólf

Hólfið sem um ræðir nær allt frá Héraðsvötnum í Skagafirði og að Miðfjarðarlínu svokallaðri. Árið 2018 var hólfið sameinað, en áður var dregin lína við Blöndu í Húnavatnssýslu og voru þetta því tvö hólf. Þá mótmæltu bændur harðlega ákvörðuninni á sínum tíma. Unnsteinn segir þetta skipta miklu máli í umræðunni.

„Nú er þetta töluvert stærra svæði en áður var og verða menn að hafa það í huga í allri umræðu um niðurskurð. Þrátt fyrir að þetta sé eitt hólf þá eru verulega takmarkaðar samgöngur milli þessara áður tveggja hólfa. Það þarf einfaldlega að skoða þetta allt í rólegheitum og þegar að menn fá meiri vissu um útbreiðsluna þá er hægt að ræða um aðgerðir.“

Þá nefnir Unnsteinn einnig að honum þyki miður að lagðar séu fram svona tillögur af fólki sem ekkert umboð hefur til þess að boða aðgerðir. „Það er hlustað á það sem hann segir en hann hefur þó ekkert umboð til þess að boða neinar aðgerðir. Við viljum ekki vera að senda út misvísandi skilaboð um niðurskurð því þangað er umræðan einfaldlega ekki komin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert