Um 400 skjálftar frá miðnætti

Keilir á Reykjanesi.
Keilir á Reykjanesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð 1,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili klukkan 2.15 í nótt. Frá miðnætti hafa um 400 skjálftar mælst á svæðinu.

Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er staðan mjög svipuð og verið hefur síðustu sólarhringa.

Svipuð staðsetning er á skjálftunum og þeir eru jafnframt á svipuðu dýpi.

Almannavarnir og Veðurstofa Íslands funda síðar í dag þar sem meðal annars verður rætt um stöðu mála við Keili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert