Ég er ekki maður, ég er vél

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn, sem er 72 ára, vill geta hlaupið 10 kílómetra hvenær sem honum dettur í hug. Hann hljóp sitt tuttugasta hálfmaraþon í fyrra. Heilt maraþon hefur hann þó aldrei hlaupið enda segist hann efast um að það sé hollt að hlaupa svo langa vegalengd. 

Fleiri rithöfundar hafa verið hrifnir af hlaupum og má þá meðal annars nefna japanska verðlaunahöfundinn Haruki Murakami sem skrifaði bók um samband sitt við langhlaup, What I Talk About When I Talk About Running (2007). 

Þar kynntist Þórarinn möntru Murakamis, „ég er ekki maður, ég er vél“, sem Murakami notar þegar þjáningarnar á hlaupunum eru að yfirbuga hann og til þeirrar möntru hefur Þórarinn einnig gripið þegar hann hefur hlaupið hálfmaraþon. Þeir Þórarinn og Murakami eru einmitt jafnaldrar, fæddir 1949.

„Þetta hálfmaraþon er eitthvað sem ég hef hlaupið einu sinni á ári fyrir egóið en annars hleyp ég yfirleitt ekki meira en tíu kílómetra. Það hefur alltaf verið markmiðið hjá mér að geta hlaupið 10 kílómetra vandræðalaust hvenær sem mér dettur í hug. Heilt maraþon hef ég aldrei hlaupið og ég held að það sé ekkert voðalega hollt,“ segir Þórarinn.

Rætt var við Þórarin í Dagmálum, viðtalsþætti sem aðgengilegur er áskrifendum Morgunblaðsins. Dagmál má nálgast hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert