mbl.is hefur komið upp myndavél sem horfir yfir Keilissvæðið, en þar hafa jarðskjálftahrinur riðið yfir síðustu vikuna og hefur jarðvísindafólk reynt að meta hvort um sé að ræða kvikuinnskot eða hefðbundnar flekahreyfingar.
Vefmyndavélin er staðsett á Stóra-Hrúti og er beint í norðvestur. Sést Keilir sjálfur fyrir miðri mynd í fjarska, en framar eru Meradalshnúkar og Kistufell.
Tvær aðrar vefmyndavélar mbl.is eru staðsettar á Stóra-Hrúti og horfa þær yfir núverandi gossvæði við Geldingadali. Önnur myndavélin er ný og nær breiðu yfirlitsskoti yfir svæðið í heild. Þá er önnur vél sem sér yfir Meradali og fókusar á gíginn sjálfan.
Fjórða vélin er svo staðsett í Nátthaga og fylgist með hraunbreiðunni þar.
Hægt er að sjá allar myndavélarnar hér.