Salan fer hægt af stað en stefnir í eðlilegt horf

Frá jólatónleikum Baggalúts í Hofi.
Frá jólatónleikum Baggalúts í Hofi. mbl.is/Skapti

„Þetta lítur allt mjög vel út. Ég held að fólk sé alveg tilbúið í að fara aftur á tónleika og muni sækja vel þessa jólatónleika,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri miðasöluvefsins Tix.is.

Hrefna segir framboð jólatónleika í ár farið að verða svipað og í venjulegu árferði. Eftir yfirferð á Tix.is kom í ljós að 34 tónleikar hafa verið auglýstir en þeir voru 97 á sama tíma árið 2019. Það gæti skýrst af því að hver viðburður eru haldinn sjaldnar. Baggalútur hefur til dæmis aðeins auglýst sex tónleika en ekki átján eins og fyrir tveimur árum.

Miðasalan hefur venjulega hafist í byrjun september en hefur farið hægt af stað í ár. Segir Hrefna að fólk haldi að sér höndum meðan það sjái hvernig framboðið verði.

Sala á tónleika Baggalúts, sem hafa verið afar vinsælir í gegnum tíðina, hefst á morgun, 5. október, og forsala á Jólagesti Björgvins hefst fimmtudaginn 6. október en almenn miðasala 7. október. Sala er þó hafin á ýmsa aðra stórtónleika, m.a. Jülevenner Emmsjé Gauta og tónleika Siggu Beinteins, Á hátíðlegum nótum, og Jólatónleika Geirs Ólafssonar, Las Vegas Christmas Show.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert