Skemmtilegt en krefjandi

Vanda Sigurgeirsdóttir á sínum fyrsta degi sem formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir á sínum fyrsta degi sem formaður KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vanda Sigurgeirsdóttir tók við formannsembætti Knattspyrnusambands Íslands eftir að ný bráðabirgðastjórn var kjörin á aukaþingi sambandsins um helgina.

Fyrsti starfsdagur Vöndu var svo í gær og virtist hún vera að koma sér vel fyrir er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. „Fyrsti dagurinn gekk bara mjög vel, ég var á nokkrum fundum, að hitta starfsfólkið og svona koma mér inn í kerfið, allt þetta praktíska,“ sagði Vanda.

Hún sagði að dagurinn hefði aðallega farið í það að koma sér fyrir og fara yfir hvaða verkefni bíða hennar. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt en að sama skapi krefjandi og það er bara eitthvað sem ég held að eigi vel við mig.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert