Frá því að jarðskjálftahrinan hófst suðsuðvestur af Keili 27. september hafa um 8.200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af fjórtán yfir þremur að stærð.
Þetta kemur fram í tísti Veðurstofu Íslands.
#Jarðskjálftahrina við #Keili: Hrina hófst SSV af Keili þann 27. september og hafa um 8200 skjálftar mælst á svæðinu, þar af 14 yfir 3.0 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 þann 2. október kl. 15:32. Skjálftarnir finnast víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.
— Icelandic Meteorological Office - IMO (@Vedurstofan) October 6, 2021
Stærsti skjálftinn til þessa mældist 4,2 þann 2. október. Sá stærsti það sem af er þessum degi mældist 2,5 um hálfsexleytið í morgun.
Skjálftarnir finnast víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.