Ákærður fyrir kynferðisleg myndskeið af vistmanni á sambýli

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Karl­maður hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir kyn­ferðis­brot í op­in­beru starfi sem starfsmaður á sam­býli.

Í ákæru máls­ins kem­ur fram að maður­inn hafi tekið upp mynd­brot af vist­manni án samþykk­is, þar sem vist­maður­inn lá nak­inn uppi í rúmi og hand­lék ber kyn­færi sín. Sendi maður­inn mynd­irn­ar í gegn­um sam­skipta­for­ritið Snapchat á ann­an aðila. Fram kem­ur að maður­inn hafi með þessu sært blygðun­ar­semi vist­manns­ins.

Auk þess er maður­inn ákærður fyr­ir að hafa haft í hót­un­um við þann sem fékk mynd­brotið sent. Kem­ur fram að hann hafi í sex skipti sent viðtak­and­an­um hót­an­ir í gegn­um In­sta­gram, meðal ann­ars skila­boðin: „Ef þu ætl­ar að jarða mitt mann­orð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjör­sam­lega ganga fra þer.“

Auk þess sem farið er fram á að mann­in­um verði gerð refs­ing er af hálfu vist­manns­ins farið fram á 1,5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert