Óljóst hvort fuglaflensan barst hingað

Íslenskir farfuglar hafa sumir vetursetu á flensuslóðum.
Íslenskir farfuglar hafa sumir vetursetu á flensuslóðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Óljóst er hvort fuglaflensa barst með villtum fuglum til Íslands í ár, að sögn Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknis alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun (MAST). Mjög mikið hefur dregið úr fuglaflensutilvikum hvort heldur í villtum fuglum, alifuglum eða fuglum í haldi í Evrópulöndum frá því um mitt þetta ár.

Fuglaflensuveiran fannst ekki í villtum fuglum sem sýni voru tekin úr hér á landi. Á Kortasjá Mast (landupplysingar.mast.is) sést hvar dauðir fuglar fundust sem voru rannsakaðir. Ekki hafa komið upp grunsemdir um fuglaflensu í alifuglum. Í einu tilfelli voru tekin sýni úr bakgarðsfuglum til að útiloka að um fuglaflensu hefði verið að ræða. Hún fannst ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert