Sagði frá fundi sem fór ekki fram

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hélt því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með Samtökum iðnaðarins um 10 milljarða króna stafræna umbreytingu borgarinnar. Þetta fullyrðir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og þvertekur fyrir að þessi fundur hafi átt sér stað.

Dóra hélt því fram í umræðum vegna tillögu um útboð verkefnisins að borgin hefði fundað með samtökunum til að útskýra „misskilning um frétt sem birtist í Morgunblaðinu“. Hún sagði það liggja fyrir að fólk væri „mun sáttara í dag og skildi betur hvernig stæði á þessu öllu saman, og er það vel“.

Sigurður segir Dóru með þessum orðum ljúga blákalt að sínum umbjóðendum: „Fyrsta lygin er sú að fundur hafi átt sér stað. Í öðru lagi er logið til um efni slíks fundar og í þriðja lagi er logið til um niðurstöðu á slíkum fundi. Í því samhengi er áhugavert að hugsa til þess að fyrir viku eða tveimur óskuðum við sérstaklega eftir fundi með borgarstjóra til að ræða þessi mál. Hann hefur ekki séð sér fært að ræða við okkur um þetta mál sem snýst um 10 milljarða króna útgjöld á næstu þremur árum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert