Sumar tegundir netárása færast í vöxt

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu. Ljósmynd/Aðsend

Vissar tegundir af netrásum virðast færast í vöxt, að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Fjarskiptastofu. Hann segir að netöryggismál þurfi að verða hluti af menningu fyrirtækja og stofnana.

„Fyrir fyrirtæki sem eru háð upplýsingatækni mæli ég eindregið með því að innleiddur sé öryggisstjórnunarstaðall. Með því verða netöryggismálin ekki afgangsstærð heldur hluti af stjórnkerfi fyrirtækisins,“ segir Hrafnkell.

Af netárásum sem færast í vöxt er fyrst að nefna gagnagíslatökuárásir. Þá eru tölvugögn tekin í gíslingu með því að dulrita þau og svo krafist lausnargjalds. Hrafnkell segir að hafa megi nokkur atriði í huga til að koma í veg fyrir þær.

mbl.is/Hanna

„Það er fyrst að skipuleggja vel netöryggismálin. Að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis þar sem farið er yfir hvaða verkferla á að hafa ef eitthvað kemur upp á,“ segir hann. Til eru staðlar um þetta, t.d. ISO 27001. Ráðgjafafyrirtæki og t.d. KPMG, PwC, Deloitte og fleiri geta leiðbeint um þessi mál, að sögn Hrafnkels. Þá er mikilvægt að eiga öryggisafrit af öllum gögnum og geyma þau þannig að tölvuþrjótar komist ekki í þau og eyðileggi. Prófa þarf afritin reglulega til að sjá að þau virki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert