Hamborgarar á flugi

Drónarnir geta borið sendingar sem eru allt að þrjú kíló …
Drónarnir geta borið sendingar sem eru allt að þrjú kíló að þyngd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirtækið Aha.is, netverslun með heimsendingarþjónustu, hlaut í gær verðlaun Samtaka atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson, stofnendur Aha.is, hafa lagst í miklar tilraunir með drónaflug og nú er svo komið að viðskiptavinum býðst að fá mat sendan heim að húsi með drónum.

Umhverfismálin hafa lengi verið í forgrunni hjá fyrirtækinu, bílaflotinn gengur alfarið fyrir rafmagni og nú kanna þeir hvaða tækifæri felast í drónaflugi. Er Aha komið afar framarlega á heimsvísu í heimsendingum með drónum og hefur verið að vinna með evrópska loftferðaeftirlitinu, Boeing og fleiri aðilum við að búa til módel um það hvernig drónaflug geti virkað í Evrópu.

Nú er ferlið orðið nokkuð fullkomið. Nýjustu drónarnir sem Aha fékk í hendurnar í vor eru alveg sjálfstýrðir og geta flogið stystu og öruggustu leið heim til viðskiptavinarins. Fólk sem býr innan ákveðins svæðis á höfuðborgarsvæðinu getur nú pantað sendingu með dróna og er sífellt unnið að því að ná til fleiri heimila. Drónarnir geta borið sendingar sem eru allt að þrjú kíló og tuttugu lítrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert