Hamborgarar á flugi

Drónarnir geta borið sendingar sem eru allt að þrjú kíló …
Drónarnir geta borið sendingar sem eru allt að þrjú kíló að þyngd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyr­ir­tækið Aha.is, net­versl­un með heimsend­ing­arþjón­ustu, hlaut í gær verðlaun Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fyr­ir fram­tak árs­ins á sviði um­hverf­is­mála. Mar­on Kristó­fers­son og Helgi Már Þórðar­son, stofn­end­ur Aha.is, hafa lagst í mikl­ar til­raun­ir með dróna­flug og nú er svo komið að viðskipta­vin­um býðst að fá mat send­an heim að húsi með drón­um.

Um­hverf­is­mál­in hafa lengi verið í for­grunni hjá fyr­ir­tæk­inu, bíla­flot­inn geng­ur al­farið fyr­ir raf­magni og nú kanna þeir hvaða tæki­færi fel­ast í dróna­flugi. Er Aha komið afar framar­lega á heimsvísu í heimsend­ing­um með drón­um og hef­ur verið að vinna með evr­ópska loft­ferðaeft­ir­lit­inu, Boeing og fleiri aðilum við að búa til mód­el um það hvernig dróna­flug geti virkað í Evr­ópu.

Nú er ferlið orðið nokkuð full­komið. Nýj­ustu drón­arn­ir sem Aha fékk í hend­urn­ar í vor eru al­veg sjálf­stýrðir og geta flogið stystu og ör­ugg­ustu leið heim til viðskipta­vin­ar­ins. Fólk sem býr inn­an ákveðins svæðis á höfuðborg­ar­svæðinu get­ur nú pantað send­ingu með dróna og er sí­fellt unnið að því að ná til fleiri heim­ila. Drón­arn­ir geta borið send­ing­ar sem eru allt að þrjú kíló og tutt­ugu lítr­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert