Landspítalinn vill auka afköst

„Það er eðlilegt að skoða það að fella biðlistaátak, sem samkomulag hefur verið um milli Landspítala og heilbrigðisráðuneytis í nokkur ár, undir heildarframleiðslu spítalans. Það yrði þá horft til þeirra skurðaðgerða sem lengstan biðtíma hafa í dag og falla undir það átak en eins má skoða aðra biðlista spítalans,“ sagði í skriflegu svari Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, við spurningum Morgunblaðsins um nýjan samning Landspítalans við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um framleiðslutengda fjármögnun.

SÍ munu hafa ákveðið fjármagn til umbunargreiðslu umfram framleiðsluáætlun. Með því er innbyggður hvati fyrir spítalann að auka gæði og afköst en einnig til að fá greitt fyrir aukna eftirspurn eftir þjónustu. Spítalinn stefnir að því að auka framleiðslu sína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert