Slasaðir fluttir af vettvangi

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. mbl.is/Jónas Erlendsson

Allt slasað fólk hefur verið flutt af vettvangi rútuslyssins sem varð í morgun í grennd við Dyrhólaey. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu alvarlega fólkið slasaðist.

Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við mbl.is að aðgerðum sé að ljúka.

Spurður hvort þjóðvegurinn verði þá bráðum opnaður að nýju bendir hann á að nú taki við lokun Vegagerðarinnar vegna þess veðurs sem spáð er.

Veginum hefur nú verið lokað.
Veginum hefur nú verið lokað. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert