Um 13% íbúanna á leikskólaaldri

Byggt í Urriðaholti.
Byggt í Urriðaholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börnum á leikskóladeild Urriðaholtsskóla hefur fjölgað hratt á síðustu misserum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Fram kom í bæjarráði Garðabæjar í vikunni að í janúar 2019 voru 72 börn á deildinni. Þau voru 118 í janúar 2020, 157 í janúar í ár og nú í október er gert ráð fyrir að 214 börn verði á leikskóladeild skólans, sem er samrekinn grunn- og leikskóli. Á fundi bæjarráðsins var fjallað um ýmsar aðgerðir til að mæta auknum umsvifum skólans. Þá liggur fyrir að flýta þurfi framkvæmdum við stækkun skólans en byggingu fyrsta áfanga lauk haustið 2019.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að nú búi um 2.500 manns í hinu nýja Urriðaholtshverfi. Þar af séu um 1.800 þeirra fæddir eftir 1980 og hverfið sem slíkt sé mjög ungt. Börn á leikskólaaldri séu um 13% af íbúum hverfisins og segist Gunnar ekki áður hafa séð eins mikla fjölgun leikskólabarna og í Urriðaholti síðustu misseri. Algengt sé að meðaltal barna á leikskólaaldri sé um 7%. „Við fögnum öllu þessu unga fólki, sem er að flytja í Urriðaholt,“ bætir Gunnar við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert