Miðað við bráðabirgðatölur sem byggja á fyrstu skilum fyrir september má ætla að gistinætur á hótelum hafi verið um 341.700, þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 63.100 og gistinætur útlendinga um 278.500.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Þar segir einnig, að borið saman við 63.600 gistinætur í september 2020 þá megi ætla að orðið hafi rúmlega fimmföldun í fjölda gistinátta á milli ára. Þar af megi ætla að gistinætur Íslendinga hafi aukist um 134%, en þær voru 47.100 á fyrra ári.
Gistinóttum útlendinga fjölgaði verulega á milli ára en þær voru 16.400 í fyrra. Þess ber að geta að í september í fyrra voru sóttvarnaaðgerðir á landamærum mun strangari en þær eru í dag. Til frekari samanburðar má nefna að gistinætur á hótelum í september 2019 voru 434.200, þar af voru gistinætur útlendinga 396.700.
Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í september 2021 um 51,5% samanborið við 12,3% í sama mánuði í fyrra og 61,3% árið 2019.