Viðbúnaðarstig í Útkinn í Þingeyjarsveit hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig en rýmingu vegna skriðuhættu á svæðinu var aflétt á þriðjudaginn síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Í tilkynningunni segir að ofanflóðavakt Veðurstofunnar telji ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og að veðurspáin þar sé góð næstu daga.
Ríkislögreglustjóri hafi því ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið niður á óvissustig þar sem enn eigi eftir að ljúka hreinsunarstarfi, vatnsagi sé enn við veg og vegurinn jafnframt viðkvæmur.
Vegurinn um Útkinn hefur verið opnaður fyrir almenna umferð en vegfarendur eru hvattur til að fara varlega.