Battavöllur komi á Landakotstúnið

Tillaga Landsmótunar að upphituðum gervigrasvelli tengdum opnu leiksvæði og göngustígum …
Tillaga Landsmótunar að upphituðum gervigrasvelli tengdum opnu leiksvæði og göngustígum á túninu. Trjágróður mun umlykja svæðið. Tölvumynd/Landsmótun

Reykjavíkurborg áformar að koma upp upphituðum battavelli og leiksvæði á austurhluta Landakotstúns. Íbúaráð Vesturbæjar og skólastjóri Landakotsskóla hafa kallað eftir bættri leikaðstöðu á svæðinu og biskup kaþólskra hefur veitt leyfi sitt en kirkjan er eigandi Landakotstúns. Frumkostnaðaráætlun verksins er 88 milljónir króna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Á síðasta fundi skipulags- og samgönguráðs var lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 18. mars 2021, um erindi íbúaráðs Vesturbæjar þar sem hvatt var til þess að hannaður yrði boltavöllur (battavöllur) á Landakotstúni. Einnig var lagt fram bréf Ingibjargar Jóhannsdóttur, skólastjóra Landakotsskóla, og Davíðs B. Tencer Reykjavíkurbiskups til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017.

Skipulags- og samgönguráð vísaði málinu til frekari undirbúnings og til gerðar fjárfestingaráætlunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert