„Ekkert annað en rosalegt“

Þorbjörg Sigríður og Friðjón eru á meðal þeirra sem hafa …
Þorbjörg Sigríður og Friðjón eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið.

Stjórnmálafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tjáð sig um flutning Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi flokssystkini Birgis hafa fordæmt ákvörðun hans og þá hefur fólk í öðrum flokkum velt vöngum vegna atburðarásarinnar sem fór af stað í gærkvöldi þegar Birgir tilkynnti formanni Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, ákvörðun sína. 

Friðjón Friðjónsson, sem bauð sig fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en komst ekki inn á þing, virðist ekkert sérstaklega ánægður með liðsaukann en bindur vonir við að Birgir muni samsama sig Sjálfstæðisflokknum. 

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, veltir málinu einnig fyrir sér.

„Helsti bandamaður þingmannsins“ frétti ekki af hugrenningum Birgis fyrr en eftir að ákvörðun var tekin

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg, gagnrýndi Birgi í aðsendri grein til Vísis. Þar líkir hann Birgi við trúboða sem iðkar ekki trúna sem hann boðar.

Undirritaður og helsti bandamaður þingmannsins á síðasta kjörtímabili frétti ekki af þessum hugrenningum og útspili fyrr en eftir að sjálfsákvörðunin var tekin og framkvæmd. Hvar eru samviskan og heilindin í því?“ skrifar Tómas.

Þá hafa Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, formaður innra starfs Miðflokksins, og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stigið fram og sagt ákvörðun Birgis svik við flokkinn.

Birg­ir sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að rekja mætti ákvörðun hans allt aft­ur til uppá­kom­unn­ar á Klaustri þar sem þing­menn Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins sátu sam­an og létu ýmis um­deild um­mæli falla um aðra þing­menn og fleiri.

Birgir var ekki á Klaustri

Stefán Pálsson sagnfræðingur bendir á það á Twitter að Birgir hafi fordæmt Klaustursmálið á sínum tíma. Birgir var ekki staddur á Klausturbar þegar samræðurnar þar, sem fóru fyrir brjóstið á mörgum, áttu sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert