Elín Hirst er snúin aftur í heim fjölmiðlanna, nú hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, dv.is og Hringbraut. Fréttablaðið greinir sjálft frá þessu.
Elín var lengi vel viðriðin fjölmiðla en hún hefur bæði stýrt fréttastofu RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Elín var alþingismaður Suðvesturkjördæmis á árunum 2013 til 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.