Enn mælist hreyfing á hrygg í hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins frá desember 2020 í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og því ekki ólíklegt að hann fari niður í smærri brotum fremur en allur í einu.
Frétt af mbl.isÞetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Unnið er að útreikningum á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir strax eftir helgi. Ákvörðun um afléttingu rýmingar verður þá tekin,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur fram að engar aðrar hreyfingar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
„Vatnshæð er hætt að hækka í flestum borholum eftir rigninguna á fimmtudag og tekin að lækka í sumum þeirra. Gert er ráð fyrir lítilsháttar úrkomu í dag með uppstyttu í nótt. Ekki er gert ráð fyrir úrkomu að nýju á Seyðisfirði fyrr en á miðvikudag.“