Seldu íbúðir fyrir fimm milljarða á hálfum mánuði

Sunnusmári 2-6 er suður af Smáralind.
Sunnusmári 2-6 er suður af Smáralind. mbl.is/Baldur Arnarson

Við lok vinnudags í gær var búið að selja 81 af 84 íbúðum í Sunnusmára 2-6 í Kópavogi. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að þær voru auglýstar fyrir hálfum mánuði og var tekið við fyrstu tilboðum mánudaginn 27. september. Íbúðirnar kosta frá 40,9 milljónum og upp í ríflega 100 milljónir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Samanlagt á sjötta milljarð

Hafa nú selst íbúðir í húsinu fyrir rúmlega fimm milljarða króna.

Þórhallur Biering, löggiltur fasteignasali hjá Mikluborg, segist aðspurður einu sinni áður hafa upplifað jafn hraða sölu á nýjum íbúðum. Nánar tiltekið á 34 íbúðum í Hrólfsskálamel 1-5 á Seltjarnarnesi en þær hafi selst eins og heitar lummur.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú í sögulegu hámarki. Hefur það hækkað um 10,3% frá október í fyrra en nafnverðið um 14,1%. Fram undan er síðasta launahækkun lífskjarasamningsins, 1. janúar næstkomandi, en hún kann að hafa áhrif á íbúðaverð. Hversu mikil mun skýrast með vorinu. Taxtar hækka um 25 þúsund en almenn laun um 17.500 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert