Toppur atvinnuleysis í kórónukreppu liðinn hjá

mbl.is/Unnur Karen

Töluvert dró úr atvinnuleysi á landinu í seinasta mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5% í september og lækkaði það úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi er nú jafn mikið og það var í febrúar 2020 sem var seinasti mánuðinum áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir og bendir Vinnumálastofnun á í nýútkominni skýrslu um atvinnuástandið að segja megi að toppur atvinnuleysis vegna faraldursins sé liðinn hjá. „Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.167 sem nemur rúmlega 10% fækkun atvinnulausra frá ágústmánuði,“ segir í skýrslunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur að af þeim 1.071 atvinnulausum sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í september fóru um 450 á ráðningarstyrk, hins vegar bættust um 1.600 nýir atvinnuleitendur við í september.

Atvinnuleysi var sem fyrr mest á Suðurnesjum eða 9,1% en þar minnkaði það úr 9,7% í ágúst. Næstmest var atvinnuleysið 5,4% á höfuðborgarsvæðinu. Þar var 6,1% atvinnuleysi í ágúst. Spáir Vinnumálastofnun því að atvinnuleysi muni lítið breytast í október og verða á bilinu 5,0% til 5,3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert