Virkjanakostir bíða samþykkis Alþingis

Virkjanakostir eru metnir í Rammaáætlun. Alþingi hefur ekki samþykkt nýja …
Virkjanakostir eru metnir í Rammaáætlun. Alþingi hefur ekki samþykkt nýja virkjanakosti síðan 2015. mbl.is/Sigurður Bogi

Verði tillögur um virkjanakosti í 3. áfanga Rammaáætlunar samþykktar verða um 1.421 MW komin í nýtingarflokk úr 2. og 3. áfanga áætlunarinnar. Virkjanakostir úr 3. áfanga hafa þrisvar verið lagðir fyrir Alþingi en ekki fengið afgreiðslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í orkunýtingarflokki núgildandi Rammaáætlunar, það er 2. áfanga, eru tveir virkjunarkostir í vatnsafli og 14 í virkjun jarðvarma. Vatnsaflsvirkjanirnar eru Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði og Blönduveita í Blöndu. Jarðvarmavirkjanirnar eru Reykjanes, Stóra Sandvík, Eldvörp, Sandfell, Sveifluháls, Meitillinn og Gráuhnúkar og Hverahlíð á Reykjanesskaga. Bjarnarflag, Krafla I. stækkun, Krafla II, 1. áfangi, Krafla II, 2. áfangi, Þeistareykir og Þeistareykir, vestursvæði á Norðausturlandi. Þingsályktunartillaga þessa efnis var samþykkt á Alþingi í janúar 2013. Þingið samþykkti svo þingsályktunartillögu árið 2015 um að vatnsaflsvirkjunin Hvammsvirkjun í Þjórsá skyldi færð í orkunýtingarflokk. Þessa virkjanakosti hefurAlþingi samþykkt.

Verkefnisstjórn 3. áfanga Rammaáætlunar (2013-2017) skilaði lokaskýrslu í ágúst 2016. Þar var lagt til að átta virkjanakostir færðust í orkunýtingarflokk, þ.e. Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá, Austurgilsvirkjun, Austurengjar á Krýsuvíkursvæðinu, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæðinu og Blöndulundur.

Verkefnisstjórn 4. áfanga Rammaáætlunar (2017-2021) lagði fram drög að tillögum um flokkun virkjunarkosta í lok skipunartíma síns. Þar var lagt til að níu virkjanakostir færu í orkunýtingarflokk. Þeir eru Hvanneyrardalsvirkjun í Glámu – Ísafirði, stækkun Vatnsfellsstöðvar, stækkun Sigöldustöðvar og stækkun Hrauneyjafossstöðvar á Þjórsársvæðinu, Tröllárvirkjun í Glámu-Vattardal, stækkun Svartsengis í Svartsengi-Eldvörpum, Garpsdalur í Reykhólahreppi, Alviðra í Borgarbyggð og Vindheimavirkjun í Hörgárbyggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert