Gert er ráð fyrir mikilli norðurljósavirkni í kvöld samkvæmt Veðurstofu Íslands. Heiðskýrt verður víðast hvar fyrri hluta kvölds, en svo fer að skýja á Suðvesturhorninu eftir því sem líður á kvöldið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Norðurljósavirknina má rekja til stórs sólblossa sem gaus fyrir tveimur dögum, en hann átti að ná til jarðar í dag. Varaði bandaríska veðurstofan NOAA við því að blossinn gæti valdið vægum rafmagnstruflunum og truflað gervihnetti, en sólstormurinn er sagður vera af styrk G2, sem þykir í meðallagi, þar sem G1 er vægasti styrkur og G5 sá mesti.
Þá taldi NOAA mögulegt að styrkur sólblossans gæti verið nægur til að norðurljósin myndu sjást í New York og Wisconsin-ríkjum, en sjaldgæft er að norðurljós sjáist svo sunnarlega á hnettinum. Veðurstofa Bretlands sagði mögulegt að norðurljósa yrði vart á Englandi og Norður-Írlandi, en varaði við að skýjahulan yrði líklega of mikil á Englandi til að þeirra yrði notið þar.
Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um sólblossa/sólgos
Norðurljósaspá Spaceweatherlive.com
Twitter-færsla bresku veðurstofunnar:
Aurora is likely to occur over much of Scotland and perhaps extend into northern England and Northern Ireland tonight
— Met Office (@metoffice) October 11, 2021
For many in these areas it will be too cloudy but there are some spots in with a chance 👇
Send us your #aurora pics using #LoveUKWeather ✨🔭 pic.twitter.com/i48WJWeR9q