Óvenjulegir skjálftar merki um líf

Frá Langavatni í Mýrasýslu, sem markar austurmörk skjálftasvæðisins.
Frá Langavatni í Mýrasýslu, sem markar austurmörk skjálftasvæðisins. Ljósmynd/TKÞ

Hinn 23. maí á þessu ári reið jarðskjálfti yfir inn­an­vert Snæ­fells­nes, skammt aust­ur af Grjótár­vatni. Hann vakti ekki mikla at­hygli, þessi skjálfti, enda aðeins einn af rúm­lega tvö þúsund sem urðu á land­inu og und­an strönd­um þess í maí­mánuði. Þá var hann held­ur ekki nema 1,8 að stærð.

En síðan þá hafa fleiri en tutt­ugu skjálft­ar riðið yfir sama svæði. Þannig hafa, á und­an­förn­um rúm­um fjór­um mánuðum, mælst þar fleiri skjálft­ar en í að minnsta kosti tólf ár þar á und­an.

Svæðið mark­ast nokk­urn veg­inn af Álftaskörðum í suðri, Grjótár­vatni í vestri, Há­leiks­vatni í norðri og Geld­inga­fjöll­um í austri. Þetta fjall­lendi ligg­ur svo norður af Hraun­dal á Mýr­um í Borg­ar­byggð, þar sem fyrr á öld­um var ein helsta rétt lands­ins, og vest­ur af Hít­ar­dal, þar sem í júlí 2018 féll ein stærsta skriða sem fallið hef­ur á sögu­leg­um tíma á Íslandi.

Hvað veld­ur þess­um skjálft­um?

„Það veit eng­inn. Það er eng­in skýr­ing á því. En þetta er virkt eld­stöðva­kerfi þótt það hafi ekki látið á sér kræla í þúsund ár,“ seg­ir Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur. „Þess­ir skjálft­ar eru merki um lífs­mark en maður veit ekki hvert fram­haldið verður. Þetta er alla­vega nokkuð sem er þess virði að taka eft­ir, að þetta tek­ur við sér. Það er ástæða til þess að fylgj­ast með fram­vindu þessa máls. Í því er ekki fólg­in nein spá um að það muni gjósa en það er vissu­lega ein af sviðsmynd­un­um,“ seg­ir Páll.

Eld­stöðva­kerfið sem um ræðir nefn­ist Ljósu­fjalla­kerfið. Norðvest­ur­endi kerf­is­ins er sunn­an við Stykk­is­hólm en Ljósu­fjöll draga nafn sitt af ljós­um súr­um berg­teg­und­um í fjöll­un­um. Miðja eld­stöðva­kerf­is­ins er tal­in vera í sjálf­um Ljósu­fjöll­um.

Spurður hvort virkn­in í Ljósu­fjalla­belt­inu teng­ist á ein­hvern hátt eld­gos­inu á Rekj­a­nesskaga seg­ir Páll mjög ólík­legt að svo sé. Kerf­in séu ekki tengd.

Áður en gjósa fór í Geld­inga­döl­um í mars á þessu ári mæld­ust hundruð skjálfta. Þá mæld­ist einnig landris við fjallið Þor­björn á Reykja­nesskaga og var eld­gosið viðburður í ákveðinni fram­vindu á Reykja­nesskaga.

Í Ljósu­fjalla­kerf­inu eru ekki til nein­ar mæl­ing­ar um að kvika sé að fær­ast nær yf­ir­borðinu og eng­ar mæl­ing­ar til um landris á þessu svæði. Páll seg­ir kerfið vera komið á það stig að menn gætu farið að huga að því að gera ná­kvæm­ari mæl­ing­ar, en á þessu stigi máls­ins liggi ekki nein gögn fyr­ir.

Eng­ar spár um eld­gos

„Þetta er á svona aðgæslu­stigi, það eru skjálft­ar þarna sem hafa ekki verið þarna áður. Það er eft­ir­tekt­ar­vert því þetta er þekkt eld­gosa­kerfi, þótt það hafi ekki gosið þarna síðan á land­náms­öld,“ seg­ir Páll. Land­náms­öld er tíma­bil við upp­haf Íslands­sög­unn­ar og er hún sögð hefjast með land­námi Ing­ólfs Arn­ar­son­ar í Reykja­vík árið 870 eða 874 og enda með stofn­un Alþing­is á Þing­völl­um árið 930.

Gosið sem Páll vís­ar í varð snemma á land­náms­öld, þótt ekki hafi tek­ist að greina hvaða ár það varð. Að öll­um lík­ind­um var það í Rauðháls­um. Tek­ist hef­ur að skil­greina um 23 eld­gos á nú­tíma í sjálfu Ljósa­fjalla­kerf­inu. Fjöll­in hlóðust upp með mik­illi og fjöl­breyti­legri eld­virkni allt frá seinni­hluta ís­ald­ar. Eld­virkni á sögu­leg­um tím­um hef­ur verið bund­in við svæðið aust­an Ljósu­fjalla, nán­ar til­tekið við Hít­ar­dal og Hnappa­dal. Skjálfta­virkn­in und­an­farna fjóra mánuði hef­ur ein­mitt verið á því svæði.

Páll seg­ir ekk­ert víst að eld­gos í Ljósu­fjalla­kerf­inu þurfi að verða svipað og eld­gosið í Geld­inga­döl­um. Ef gos yrði á þess­um stað yrði það ekki stór at­b­urður.

„Öll gos á þessu svæði hafa verið lít­il. Öll hraun­in þarna eru litl­ir bleðlar. Það hef­ur gosið í flest­um döl­un­um þarna, þar leit­ar kvik­an út, og þau eru öll lít­il,“ seg­ir Páll. Und­ir Ljósu­fjöll­um virðist ekki vera neitt stórt kviku­hólf sem menn hafa greint.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert