Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið hefur verið sent fram og til baka úr héraði í Landsrétt og er þetta í þriðja skiptið sem héraðsdómur tekur það fyrir.
Jón er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á Carmen Jóhannsdóttur þegar hún var gestkomandi á heimili Jóns og eiginkonu hans í bænum Salobreña í Andalúsíu á Spáni.