Örvunarbólusetningu á Landspítala seinkar

Örvunarbólusetningu um 1.600 manns var frestað.
Örvunarbólusetningu um 1.600 manns var frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn Landspítalans munu fá örvunarbólusetningu, þriðju sprautuna gegn Covid-19, með bóluefni frá Pfizer dagana 18.-21. október, að sögn Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans.

Örvunarbólusetningu um 1.600 starfsmanna Landspítalans sem boðaðir voru í bólusetningu í gær og í dag var frestað. Nota átti bóluefnið Spikevax (Moderna) við þessa bólusetningu.

Frestunin var ákveðin í kjölfar ákvörðunar sóttvarnalæknis. Sem kunnugt er komu fram gögn frá Norðurlöndum um aukna tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu með Spikevax (Moderna) umfram bólusetningu með bóluefni Pfizer/BioNTech (Comirnaty).

Því ákvað sóttvarnalæknir að bóluefni Moderna yrði ekki notað hér á landi á meðan frekari upplýsinga er aflað um öryggi þess við örvunarbólusetningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert