Rannsókn lokið á kæru Karls Gauta

Kæra Garls gauta beinist að endurtalningunni sem varð til þess …
Kæra Garls gauta beinist að endurtalningunni sem varð til þess að hann og fleiri jöfnunarþingmenn annarra flokka duttu af þingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar er lokið en hann kærði niðurstöðu kosninganna til lögreglu vegna endurtalningar í kjördæminu og meðferðar yfirkjörstjórnar á kjörgögnum við talningu. Þetta staðfestir Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.

Kæra Karls Gauta beinist, sem segir, að endurtalningunni sem varð til þess að hann og fleiri jöfnunarþingmenn annarra flokka duttu af þingi og nýjir úr sömu flokkum komu í þeirra stað.

Segir talninguna gallaða

Karl Gauti efast um lögmæti endurtalningarinnar og segir í bréfi til yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi:

„Fyr­ir ligg­ur að end­urtaln­ing eða ein­hvers­kon­ar end­ur­skoðun hafi farið fram mörg­um klukku­st­un­um síðar eft­ir að loka­tök­ur voru til­kynnt­ar og eft­ir að kjör­stjórn yf­ir­gaf taln­ingastað. Vand­séð er með hvaða laga­heim­ild sú end­ur­skoðun- eða taln­ing fór fram og þar með lög­mæti þeirra end­ur­skoðunar.

Þá skal upp­lýst að fram­kvæmd henn­ar hef­ur verið kærð til lög­reglu vegna mögu­legra lög­brota við fram­kvæmd end­urtaln­ing­ar yfir­kjör­stjórn­ar á greidd­um at­kvæðum í Norðvest­ur­kjör­dæmi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert