Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar er lokið en hann kærði niðurstöðu kosninganna til lögreglu vegna endurtalningar í kjördæminu og meðferðar yfirkjörstjórnar á kjörgögnum við talningu. Þetta staðfestir Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is.
Kæra Karls Gauta beinist, sem segir, að endurtalningunni sem varð til þess að hann og fleiri jöfnunarþingmenn annarra flokka duttu af þingi og nýjir úr sömu flokkum komu í þeirra stað.
Karl Gauti efast um lögmæti endurtalningarinnar og segir í bréfi til yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi:
„Fyrir liggur að endurtalning eða einhverskonar endurskoðun hafi farið fram mörgum klukkustunum síðar eftir að lokatökur voru tilkynntar og eftir að kjörstjórn yfirgaf talningastað. Vandséð er með hvaða lagaheimild sú endurskoðun- eða talning fór fram og þar með lögmæti þeirra endurskoðunar.
Þá skal upplýst að framkvæmd hennar hefur verið kærð til lögreglu vegna mögulegra lögbrota við framkvæmd endurtalningar yfirkjörstjórnar á greiddum atkvæðum í Norðvesturkjördæmi.“