Óvænt atvik náðist á filmu þegar tökumenn hjá Aurora Reykjavík voru nýbúnir stilla upp tökuvélum í grjótagarðinum við Geldinganes til að taka upp myndskeið af friðarsúlunni og dansandi norðurljósum í gærkvöldi.
Grétar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Aurora Reykjavík, segir í samtali við mbl.is að hópurinn hafi verið á staðnum til að safna myndefni í norðurljósasafn fyrirtækisins þegar stjörnuhrap varð sem fléttaðist skemmtilega inn í samspil friðarsúlunnar, sem var tendruð um liðna helgi, og norðurljósanna sem létu gerðu vart við sig í gærkvöldi.
„Við vorum nýbúnir að stilla upp myndavélinni þá small þetta saman,“ segir Grétar í samtali við mbl.is.
Óhætt er að segja að sjón sé hér sögu ríkari.