„Hugsanir okkar eru með ykkur“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendir aðstandendum þeirra sem létust í árásunum í Kongsberg í Noregi í kvöld samúðarkveðjur fyrir hönd Íslendinga.

Minnst fimm eru látnir og tveir eru særðir eftir að árásarmaður réðst til atlögu í verslun í smábænum með boga og örvum. Norsk lögregluyfirvöld rannsaka nú árásina og útiloka ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

„Ég er slegin yfir fréttum af atburðum í Kongsberg. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sendi ég dýpstu samúðarkveðjur til fjölskylda og vina þeirra sem létust og óska hinum særðu skjóts bata. Hugsanir okkar eru með ykkur,“ skrifar Katrín á norsku á twittersíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert