Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendir aðstandendum þeirra sem létust í árásunum í Kongsberg í Noregi í kvöld samúðarkveðjur fyrir hönd Íslendinga.
Minnst fimm eru látnir og tveir eru særðir eftir að árásarmaður réðst til atlögu í verslun í smábænum með boga og örvum. Norsk lögregluyfirvöld rannsaka nú árásina og útiloka ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
„Ég er slegin yfir fréttum af atburðum í Kongsberg. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sendi ég dýpstu samúðarkveðjur til fjölskylda og vina þeirra sem létust og óska hinum særðu skjóts bata. Hugsanir okkar eru með ykkur,“ skrifar Katrín á norsku á twittersíðu sinni.
Rystet over nyhetene om hendelsene i Kongsberg. På vegne av det islandske folk sender jeg vår dypeste medfølelse til familier og venner til de døde og ønsker om god bedring til de skadde. Våre tanker er hos dere.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) October 13, 2021