Tveir skjálftar yfir 3 skammt undan Reykjanestá

Skjálftarnir tveir urðu á svipuðum slóðum, um miðja vegu milli …
Skjálftarnir tveir urðu á svipuðum slóðum, um miðja vegu milli Reykjanestáar og Eldeyjar. Kort/Veðurstofa Íslands

Tveir stórir jarðskjálftar urðu nú á tólfta tímanum í kvöld á hafi úti skammt undan Reykjanestá. Sá fyrri varð rétt um kl. 23:00 og mældist 3,3 að stærð. Átti hann upptök sín um 7,5 kílómetra vestur af Reykjanestánni. Sá seinni kom 23:48 og var 3,2 að stærð. Var hann á svipuðum slóðum.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hrina hófst SSV af Keili þann 27. september og hafa um 10.000 skjálftar mælst á svæðinu, þar af 18 yfir 3.0 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 þann 2. október kl. 15:32. Skjálftarnir finnast víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert