Arnaldur ekki með glæpasögu í ár

Arnaldur Indriðason rær á ný mið í skáldsögu sem hann …
Arnaldur Indriðason rær á ný mið í skáldsögu sem hann sendir frá sér fyrir jólin. mbl.is/Árni Sæberg

Arn­ald­ur Indriðason hef­ur í ald­ar­fjórðung haft þann vana að senda frá sér nýja bók hinn 1. nóv­em­ber. Hann held­ur upp­tekn­um hætti í ár en nú ber svo við að les­end­ur fá ekki glæpa­sögu frá meist­ar­an­um sjálf­um. Að þessu sinni verður eng­inn Kon­ráð og þaðan af síður Er­lend­ur. Arn­ald­ur slær al­veg nýj­an tón í skrif­um sín­um og send­ir frá sér sögu­lega skáld­sögu. 

Skáld­sag­an nefn­ist Sig­ur­verkið og ger­ist hún á sunn­an­verðum Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld. Henni er lýst sem marg­slung­inni og harm­rænni frá­sögn, „sem lýs­ir á áhrifa­rík­an hátt beisk­um ör­lög­um alþýðufólks og vald­inu sem það er und­ir­selt,“ eins og það er orðað í kápu­texta bók­ar­inn­ar.

Ný bók Arnaldar er söguleg skáldsaga sem gerist á 18. …
Ný bók Arn­ald­ar er sögu­leg skáld­saga sem ger­ist á 18. öld.

Í Sig­ur­verk­inu seg­ir af ís­lensk­um úr­smið sem sit­ur í höll Dana­kon­ungs og ger­ir upp forna glæsi­klukku. „Kvöld eitt rekst sjálf­ur ein­vald­ur­inn, Kristján sjö­undi, inn til hans; að nafn­inu til enn höfuð rík­is­ins en þykir ekki með öll­um mjalla og hef­ur verið ýtt til hliðar af syni sín­um og hirð. Þeir taka tal sam­an og svo fer að úr­smiður­inn rek­ur fyr­ir há­tign­inni dap­ur­lega sögu föður síns og fóstru sem tek­in voru af lífi að skip­an fyrri kon­ungs, föður Kristjáns,“ seg­ir í kynn­ingu.

Arn­ald­ur er fyrst spurður um þau tíma­mót að hann hvíli glæpa­sagna­formið, enda verða nú nokk­ur tíðindi að telj­ast í því eft­ir að hafa skrifað 24 slík­ar á jafn­mörg­um árum. 

Nýr vett­vang­ur höf­und­ar

- Hef­ur þessi bók verið lengi í und­ir­bún­ingi eða gerj­un? Er ein­hver sér­stök ástæða fyr­ir að því að þú berð niður á 18. öld­inni? 

„Alls ekki. Þetta var saga sem kom til mín mjög skyndi­lega. Ég fékk hug­mynd­ina að bók­inni í fyrra­sum­ar og sett­ist strax niður við skrif­in og lauk þeim nokk­urn veg­inn á sex mánuðum,“ seg­ir höf­und­ur­inn. 

„Hinir sann­sögu­legu at­b­urðir ger­ast á átjándu öld og þá var bara að hverfa þangað með hjálp sagn­fræðinn­ar. Mér fannst mjög gam­an og áhuga­vert að skrifa um átjándu öld­ina vegna þess að það er auðvitað nýr vett­vang­ur fyr­ir mig sem rit­höf­und en líka áhuga­verður og kannski nýr vett­vang­ur fyr­ir ís­lensk­ar bók­mennt­ir sam­tím­ans.“

Saga Jóns Sívertsen úr­smiðs

- Í kápu­texta er vísað til að bók­in sé að hluta til byggð á raun­veru­leg­um at­b­urðum. Eru það þekkt­ir at­b­urðir eða alþýðusög­ur sem þú hef­ur grafið upp?

„Nei, þetta eru ekki þekkt­ir at­b­urðir, nema þá fólki vest­ur við Breiðafjörð. Ég rakst á frá­sögn í Árbók Ferðafé­lags­ins um Rauðasands­hrepp hinn forna sem rakti ansi merki­legt dóms­mál þar á svæðinu um miðja átjándu öld­ina. Ég kannaðist við eitt nafnið í frá­sögn­inni en það er Jón Sívertsen úr­smiður í Kaup­manna­höfn. Björn Th. Björns­son list­fræðing­ur hafði sagt lít­il­lega frá hon­um í bók sinni um Íslend­inga í Kaup­manna­höfn og hvernig hann var tal­inn hafa gert við mikið list­rænt úr­verk í eigu danska kon­ungs­ins. Ég fékk þá hug­mynd að slá sam­an frá­sögn af mála­ferl­un­um við Breiðafjörðinn og sögu úr­smiðsins í Kaup­manna­höfn og viðskipt­um hans við kóng­inn Kristján sjö­unda, sem þótti tölu­vert gal­inn á sinni tíð en með þeim tekst svo­lítið sér­stakt sam­band. Fyrst og fremst er þetta skáld­skap­ur og sag­an lýt­ur að öllu leyti lög­mál­um skáld­skap­ar­ins.“

Vill koma sjálf­um sér á óvart

- Þú sagðir í viðtali við Morg­un­blaðið fyr­ir ári að þú mynd­ir halda áfram meðan þú gæt­ir komið sjálf­um þér á óvart við skrif­in. Manni sýn­ist að þetta skref sé í fullu sam­ræmi við það… og jafn­vel kannski meðvitað í ljósi þess að þetta er bók núm­er 25? Það eru nú tals­verð tíma­mót og kannski eðli­legt að menn staldri við… 

„Það er rétt. Þetta er í fullu sam­ræmi við þessa þrá rit­höf­und­ar að koma sjálf­um sér á óvart. Þó er þetta kannski ekki svo stórt hliðarskref þegar á allt er litið. Ég tel mig raun­ar alltaf hafa verið að skrifa sög­ur af þessu tagi, þótt form og sögu­svið sé ólíkt í þessu til­viki. Sög­ur um lít­il­magn­ann og varn­ar­leysi hans. Það er hrein­asta til­vilj­un að Sig­ur­verkið er bók núm­er 25, sem ég hef ekki hug­leitt neitt sér­stak­lega en er auðvitað all­nokk­ur áfangi.“

Kon­ráð snýr aft­ur á næsta ári

Arn­ald­ur kveðst ekki geta sagt til um það hvað framtíðin beri í skauti sér á rit­höf­und­ar­ferli hans, hvort von sé á fleiri sögu­leg­um skáld­sög­um og þá hvenær.

„Ekki í bili að minnsta kosti en það er aldrei að vita. Kon­ráð, held­ur broguð sögu­per­sóna síðustu bóka minna, verður í fullu fjöri um þarnæstu jól get ég lofað.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka