Bjartsýnn á gerð fríverslunarsamnings

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er ánægður með orð Lisu Mur­kowski, öld­unga­deild­arþingmanns Banda­ríkj­anna, um að Bandaríkin ættu að gera fríverslunarsamning við Ísland.

„Skiptir verulega miklu máli“

Lisa er auðvitað mikill Íslandsvinur og einn af þeim öldungadeildarþingmönnum sem við höfum rætt þetta mikið við. Við erum nú búin að fá nokkuð stöðugar fréttir af því að Lisa, og fleiri öldungadeildarþingmenn, eru að ýta á það að gerður verði fríverslunarsamningur við Ísland. Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli og er mikil breyting frá því sem var þegar ég hóf þessa vegferð því að þá var enginn að tala um þetta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við mbl.is.

Hann segir efnahagssamráðið vera mikilvægt en stefnan sé að gera enn betur og kveðst bjartsýnn á að til samningaviðræðna komi.

„Við fögnum mjög því þegar tekið er undir málafylgi okkar Bandaríkjamegin. Það er enginn vafi að þegar reyndur öldungadeildarþingmaður, eins og Lisa, segir þetta á þessum vettvangi þá er full alvara á bakvið þetta og það hjálpar okkur mjög.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert