Borgarnes er „Latibær“

Magnús Scheving kynnir verkefnið á íbúafundi í Hjálmakletti.
Magnús Scheving kynnir verkefnið á íbúafundi í Hjálmakletti. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Lati­bær, „Lazy Town“ varð til í Borg­ar­nesi og marg­ar per­són­urn­ar í verk­inu eru ættaðar þaðan, úr mín­um heima­bæ“, sagði „íþrótta­álf­ur­inn“, Magnús Scheving á kynn­ing­ar­fundi í Hjálmakletti í Borg­ar­nesi en áform eru um að reisa í bæn­um upp­lif­un­ar­garð, sem bygg­ir á Lata­bæj­arþátt­un­um og sögu Borg­ar­ness fyrr og nú.

Frum­mæl­andi kynn­ing­ar­fund­ar­ins var Helga Hall­dórs­dótt­ir frum­kvöðull.   Hún sagði að árið 2017 hefði hún ásamt fleir­um farið að skoða mögu­leika á að koma upp ein­hvers kon­ar safni eða sýn­ingu sem að byggt gæti á hug­mynda­fræði Lata­bæj­ar og sögu hans.  Hefði hóp­ur­inn tekið að sér að geyma í Borg­ar­nesi tölu­vert af mun­um sem voru notaðir við upp­töku þátt­anna.  Rætt hefði verið um miðstöð heilsu og holl­ustu í anda Lata­bæj­ar og höf­und­ar hans Magnús­ar Scheving. Þætt­irn­ir hefðu verið sýnd­ir um all­an heim og Lati­bær/​Lazy Town væri eitt þekkt­asta vörumerki Íslands og Magnús hefði verið nokk­urs kon­ar sendi­herra hreyf­ing­ar og heilsu­sam­legs lífstíls um ára­tuga skeið.  Hefði Magnús Scheving komið til sam­starfs og lagt hópn­um lið í hug­mynda­vinn­unni.

Höf­und­ar­rétt­ur Lata­bæj­ar/​Lazy Town er hjá fyr­ir­tæk­inu Turner Broa­dcasting og tók það tölu­verðan tíma að fá vil­yrði frá þeim til að nota vörumerkið í verk­efn­inu.

Sagði Helga að sveit­ar­fé­lagið Borg­ar­byggð hefði ávallt staðið við bakið á hópn­um og sýnt verk­efn­inu mik­inn áhuga.  Þá hafi Kaup­fé­lag Borg­f­irðinga lýst sig til­búið til sam­starfs um upp­bygg­ingu á lóðinni við Digra­nes­götu 4 og sagðist Helga von­ast til þess að fleiri öfl­ug fyr­ir­tæki og aðilar í héraði kæmu að fyr­ir­hugaðri upp­bygg­ingu.

„Mark­miðið er að skapa um­gjörð sem efli sveit­ar­fé­lagið okk­ar, laði til sín fjöl­skyldu­fólk, er­lenda ferðamenn og ein­stak­linga sem vilja leggja rækt við lík­ama og sál“, sagði Helga.


Fjöl­breytt­ur og lif­andi garður

Í fram­sögu sinni sagði Magnús Scheving að ekki væri um eig­in­legt safn að ræða, held­ur fjöl­breytt­an og lif­andi upp­lif­un­ar­garð, sem yrði jafnt úti sem inni, sem tengd­ist og byggði á Lata­bæj­arþátt­un­um og til­urð þeirra en byggði einnig á sögu Borg­ar­ness fyrr og nú og væri samof­in bæj­ar­líf­inu og um­hverf­inu.

Þannig sæi hann fyr­ir sér fjölþætt áhrif sem upp­lif­un­ar­garður­inn hefði á alla ferðamennsku sem og allt bæj­ar­lífið í Borg­ar­nesi, þegar fram liðu stund­ir og ef vel tæk­ist til. Hann sagðist sjá fyr­ir sér bæði er­lenda sem og inn­lenda gesti og dag­skrá sem væri sí­breyti­leg.  Alltaf væri eitt­hvað nýtt í gangi, sam­hliða föst­um atriðum. 

Með sam­stilltu átaki bæj­ar­yf­ir­valda og þeirra fyr­ir­tækja og stofn­anna sem sinntu ferðamennsk­unni, væri hægt að breyta ásýnd bæj­ar­ins til betri veg­ar, auka teng­ing­ar og sam­vinnu og fá ferðamenn til að dvelja leng­ur í bæn­um og upp­lifa stöðugt nýja og spenn­andi hluti. 

Forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækisins Upplifunargarðurinn ehf, ásamt stuðningsaðilum, frá vinstri; Hjónin Gunnar …
For­svars­menn ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Upp­lif­un­ar­garður­inn ehf, ásamt stuðningsaðilum, frá vinstri; Hjón­in Gunn­ar Jóns­son og Helga Hall­dórs­dótt­ir frum­kvöðlar, Mar­grét Katrín Guðna­dótt­ir kaup­fé­lags­stjóri, Þór­dís Sif Sig­urðardótt­ir sveit­ar­stjóri, Magnús Scheving frum­kvöðull og Páll Kr. Páls­son verk­efna­stjóri. mbl.is/​Theo­dór

Þessi starf­semi ætti vissu­lega heima í Borg­ar­nesi, heima­bæ hans, þar sem Lati­bær hefði orðið til í viss­um skiln­ingi og marg­ar per­són­ur þátt­anna væru sprottn­ar þaðan frá sterk­um fyr­ir­mynd­um sem búið hefðu og starfað með hon­um í bæn­um. 

Sagði Magnús að þætt­irn­ir um Lata­bæ eða Lazy Town hefðu verið sýnd­ir út um all­an heim á liðnum ára­tug­um, mörg hundruð millj­ón­ir barna hefðu horft á þætt­ina og sum börn­in sem hefðu horft á þætt­ina á sín­um tíma væru orðin full­orðin í dag og ættu sjálf börn og vildu ferðast.  Hug­mynd­in væri að Borg­ar­nes yrði seg­ull fyr­ir hluta af þessu fólki til að heim­sækja fæðing­arstað Lata­bæj­ar og skoða hvernig þætt­irn­ir urðu til.

35 þúsund gest­ir

Páll Kr. Páls­son verk­efna­stjóri kynnti grunn­hug­mynd­ir varðandi kostnaðaráætlan­ir og áætlaðan fjölda gesta. Gert væri ráð fyr­ir að fá 35 þúsund gesti á fyrsta ári og þeir yrðu um 50 þúsund eft­ir fjög­ur ár.  Talið væri að er­lend­ir gest­ir yrðu held­ur fleiri en inn­lend­ir en að ís­lend­ing­arn­ir kæmu oft­ar. 


Aðspurður um kostnað við upp­bygg­ing­una sagði Páll að hann yrði trú­lega um nokk­ur hundruð millj­ón­ir króna en ný kostnaðaráætl­un væri í vinnslu.  Byggt yrði 1500 til 2000 fer­metra hús. Ef vel væri að verki staðið gæti upp­bygg­ing­in tekið um tvö til þrjú ár.  Gert væri ráð fyri að í upp­hafi yrðu ráðnir tíu fast­ir starfs­menn sem fengju sér­staka þjálf­un í mót­töku gesta á öll­um aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert